Hvernig á eitt atkvæði á þingi að koma í stað 1,3 milljón atkvæða meirihluta fyrir Brexit?

Brezka þingið samþykkti í sérstakri flýtimeðferð og með aðeins eins atkvæða mun að stöðva útgöngu Breta án ESB-samnings skv. tillögu Verkamannaflokksins. 313 greiddu atkvæði með en 312 á móti. Fer málið fyrir lávarðadeildina í dag þar sem búist er við að það verði samþykkt og verður þá að bindandi lögum. Má segja að þar hafi andstæðingar Brexit hrifsað til sín völdin af ríkisstjórninni en hluti Íhaldsmanna gerði bandalag á þingi við Brexitandstæðinga annarra flokka um frumvarpið. Bindur ákvörðunin Theresu May til að fara eina bónferðina enn til ESB-elítunnar til að biðja um lengri frest. Þar með aukast líkurnar á að um ekkert Brexit verði að ræða og að stefna Verkamannaflokksins um að Bretar verði áfram í ESB sigri á þinginu. Reiðin er gríðarleg meðal Brexit þingmanna Íhaldsflokksins og talað er um að gera uppreisn gegn Theresu May. Sumir af Brexit mönnum segja að lýðræðið sé dáið, þegar þingið greiðir atkvæði um þegar fengna niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

David Hannan þingmaður Íhaldsflokksins sagði í sjónvarpsþætti, að: ”ESB ber ábyrgð á stöðunni í Brexit. Ástæðan fyrir því að við erum í þessarri stöðu er að ESB gerir kröfu til Bretlands sem það gerði ekki til annarra um endanleg yfirráð á viðskiptum okkar og lögsögu um landsvæði okkar. Hugsið ykkur ef ESB hefði sagt við Kanada í viðskiptaumræðum þeirra ”Við munum aðeins skrifa undir samning ef þið gefið okkur lögsögu yfir Quebec og við stjórnum viðskiptum ykkar og það er óvíst samt hvort þið fáið nokkurn samning.” Það er klárt mál að við myndum ekki samþykkja slíkt.”

Nigel Farage tísti eftir atkvæðagreiðsluna ”Hvernig á eitt atkvæði á þingi að koma í stað 1,3 milljón atkvæða meirihluta fyrir Brexit? Það er augljóst að við verðum að berjast gegn stjórnmálastéttinni aftur. Ég er til í það.”

Belgíski ESB-þingmaðurinn Philippe Lamberts viðurkenndi í viðtali við BBC að ”ESB mun ekki leyfa framlengingu á Brexit nema að haldnar verði nýjar kosningar í Bretlandi eða önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.”

Sjá nánar hér, hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila