Íbúafjölgun á Akureyri skapar vanda hjá leikskólum bæjarins

Mikill skortur er á leikskóla og dagvistunarplássum á Akureyri um þessar mundir og eru dæmi um að foreldrar þurfi að bíða eftir plássi fyrir börn sín í heilt ár. Bæjaryfirvöld á Akureyri segja vandann til kominn vegna fordæmalausrar fjölgunar barna í bænum enda hafi á mjög skömmum tíma hafi stór hópur fólks kosið að hefja búsetu í bænum og með þeim hópi hafi fjölgað um 50 aðflutt börn, sem bætist við þann fjölda barna sem fæðist í bænum á hverju ári. Fjölmargir foreldrar eru ósáttir við svör bæjarins og benda á að það sé hlutverk bæjaryfirvalda að hafa nægilega mörg pláss til þess að hægt sé að sinna öllum þeim hópi barna sem bætist við á hverju ári, og benda enn fremur á að hægt sé að reikna út meðal íbúafjölgun í bænum með nokkuð einföldum hætti svo hægt sé að koma í veg fyrir biðlistamyndun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila