Íbúar á Eskifirði beðnir um að halda sig heima vegna veðurs og ófærðar

Vonskuveður er nú á Eskifirði og kolófært í bænum. Björgunarsveitir hafa í dag unnið að því að aðstoða ökumenn sem fest hafa bíla sína í ófærðinni. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu þar sem hún biðlar til íbúa bæjarins að vera ekki á ferðinni að óþörfu, enda sé færðin slík að auðvelt sé að lenda í vandræðum. Í tilkynningunni segir að fjöldi bíla sé fastur í ófærðinni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila