Íbúar í Helsingborg varaðir við óprúttnum aðilum sem þykjast vera lögreglumenn

Lögreglan í Helsingborg hefur sent frá sér tilkynningu þar sem íbúar eru varaðir við varar íbúana við fölskum lögreglumönnum. Borið hefur á því að ókunnir menn berji dyra og segist vera frá lögreglunni, í þeim tilgangi að geta gert leit hjá viðkomandi og stolið munum. Meðal þeirra muna sem hefur verið stolið á þennan hátt eru greiðslukort. Ráð lögreglunnar til íbúa svæðisins er að opna aldrei fyrir ókunnugum og krefjast skilríkja af þeim sem kynna sig sem lögreglumenn. Þá eigi menn að hafa umsvifalaust samband við lögreglu gruni þeim að þeir sem kynni sig sem lögreglumenn séu það ekki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila