Inga hvetur þjóðina til þess að senda inn umsagnir um þingsályktunartillöguna í orkupakkamálinu

Inga Sæland.

Inga Sæland segir mjög mikilvægt að þjóðin átti sig á að ekki verði kosið um þriðja orkupakkan og því ættu allir þeir sem láta sig málið varða að senda inn umsögn um þingsályktunartillöguna sem nú liggur fyrir þinginu, en Inga fékk það í gegn að málið færi í umsagnarferli. Þetta kom fram í máli Ingu í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga bendir á að fólk geti farið inn á vef Alþingis og lagt þar inn umsögn um málið en smella má hér til þess að fá nánari upplýsingar hvernig senda skal umsögnina. Inga telur orkumálið þinginu ekki til framdráttar „ halda menn að þetta mál auki traust á þinginu? Eigum við virkilega að vera að ræða þetta mál núna, hvort við eigum að innleiða hér orkupakka, við eigum bara að tala íslensku um þetta mál, þetta er bara enn eitt skrefið til þess að einkavæða Landsvirkjun„,segir Inga.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila