Segir dómsniðurstöðu í máli ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun vera áfellisdóm yfir vinnubrögðum þingsins

Inga Sæland formaður og þingmaður Flokks fólksins

Niðurstaða Landsréttar í máli móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Sigríðar Sæland Jónsdóttur, þar sem skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyri hennar vegna greiðslu úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði voru dæmdar ólögmætar, sýnir fram á svo ekki verði um villst hvernig vinnubrögð Alþingis eru þegar kemur að lagasetningu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir þeim vinnubrögðum þeirra sem stóðu að þeirri lagasetningu sem gerði það að verkum að umræddar skerðingar voru viðhafðar, auk þess hafi verið reynt að klóra yfir málið þegar ljóst var að í málaferli stefndi vegna skerðinganna

þetta er áfellisdómur yfir þeim sem að þessu stóðu og að ganga í gegnum þrjár umræður á Alþingi íslendinga það sýnir nú í raun vinnubrögðin„. segir Inga.

Inga segir fjölmarga lífeyrisþega velta nú framhaldinu fyrir sér og segir Inga að málið hafi verið prófmál svo fólk þurfi ekki að óttast að niðurstaðan gildi aðeins fyrir þetta eina mál, heldur taki niðurstaðan á málinu heildstætt.

Smelltu hér til þess að skoða dóminn

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila