Inga Sæland orðlaus yfir hugmynd varaþingmanns Pírata um áhlaup á Neyðarlínuna

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist orðlaus yfir þeirri hugmynd Andra Þórs Sturlusonar varaþingmanns Pírata um að mótmæla ætti vopnaburði lögreglu með því að teppa símalínur Neyðarlínunnar með platútköllum. Inga sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir hegðun Andra Þórs fyrir neðan allar hellur “ þetta er alveg síðasta sort, er það furða að þingið tapi trausti þegar þeir sem að tala fyrir trausti og breytingum, beina lýðræðinu og öllu þessu eru tilbúnir að ganga fram með þessum hætti eins og þessi ungi maður er að gera? , þetta er lífæðin okkar að geta hringt í 112„,segir Inga. Þá spyr Inga hvort þingmaðurinn vilji vera sá sem ber ábyrgð á slíku athæfi ef til kastanna kæmi „ ef einhver veikist heiftarlega og eitthvað kemur upp á, ætlar hann þá að vera búin að verða þess valdandi að allir séu hringjandi í 112 og hafa þá að fíflum?„,spyr Inga.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila