Innanríkisráðherra Svíþjóðar vill leyfa ISIS liðum að dvelja áfram í Svíþjóð

Morgan Johansson innanríkisráðherra Svíþjóðar.

Morgan Johansson nýskipaður innanríkisráðherra Svíþjóðar leggst gegn hugmyndum um að hryðjuverkamönnum ISIS verði sviptir ríkisborgarrétti og sendir úr landi. Orð ráðherrans um að hann telji það ekki verjandi að gera ISIS menn ríkisfangslausa hafa fallið í grýttan jarðveg en um 150 hryðjuverkamenn sem búsettir hafa verið í Svíþjóð hafa komið aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í bardögum ISIS á yfirráðasvæðum samtakanna í Sýrlandi og nærliggjandi svæðum og er búist við eð fleiri eigi eftir að koma til landsins. Erik Nord lögreglustjórinn í Vestur Svíþjóð er hinsvegar ósammála ráðherranum og vill þvert á móti svipta þá sem barist hafa fyrir ISIS ríkisborgararétti sínum og senda úr landi, en áhyggjur lögregluyfirvalda af hættunni sem stafar af öfgamönnum hafa farið mjög vaxandi að undanförnu samfara versnandi starfsumhverfi lögreglunnar.

Athugasemdir

athugasemdir