Innbrotsþjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Tveir karlmenn voru í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 7.mars næstkomandi. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna en mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Hafnarfirði í fyrradag. Ekki er enn ljóst hvort mennirnir tengist fleiri innbrotum en eins og kunnugt er hefur lögregla verið með aukinn viðbúnað vegna mikillar innbrotahrinu sem staðið hefur yfir undanfarin misseri.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila