Innflutt hrátt kjöt er dýrkeypt blekking

Ólafur Dýrmundsson.

Innflutningur á hráu kjöti getur reynst dýrkeypt blekking til lengri tíma litið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs R. Dýrmundssonar sjálfstætt starfandi búvísindamanns í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Ólafur bendir á að fjölskyldubúin séu undirstaða landbúnaðar hérlendis, en verksmiðjubúin séu varasöm þróun “ þetta kallar á meiri eiturefnanotkun, aukna almenna mengun, þetta kemur stórlega niður á velferð dýra , kallar á gríðarlegt landrými og þegar upp er staðið er kostnaðurinn meiri því þetta ódýra kjöt er ódýrt vegna þess að þetta er framleitt í gríðarlegu magni á kostnað umhverfisins og dýranna, lífrænu búin er besti kosturinn, en þessi faldi kostnaður verksmiðjubúanna kemur bara í formi skatta á neytendur seinna meir þegar menn eru komnir í öngstræti vegna þessa, svo er mikill tvískinnungur fólgin í því að vilja fara að flytja hér inn erlent kjöt en á sama tíma vera að berjast á móti loftslagsbreytingum„,segir Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila