Innflytjendur í Danmörku líklegri til þess að fremja afbrot en heimamenn

Innflytjendur og afkomendur þeirra eru líklegri til þess að fremja afbrot heldur en þeir sem er innfæddir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Guðmundur vísar til skýrslu Danmarks Statistik þar sem þessi tölfræði kemur fram. Í skýrslunni segir að önnur kynslóð innflytjenda, þ,e afkomendur fyrstu kynslóðar slái þó öll met hvað afbrotatíðni varði og að 145% algengara sé að önnur kynslóð innflytjenda fremji afbrot en innfæddir Danir á sama aldri. Eins og kunnugt er hafa Danir hert mjög innflytjendastefnu sína að undanförnu vegna þeirra vandamála sem skapast hafa vegna móttöku alls þess fjölda sem tekið hefur verið á móti undanfarin ár. Önnur lönd eins og Svíþjóð eru í svipaðri stöðu, en þar er innflytjendastefnan mjög opin enn sem komið er. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Franklín í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila