Interpol varar Evrópulönd við sjálfsvígsárásarmönnum

Alþjóðalögreglan Interpol hefur sent frá sér viðvörun þar sem varað er við 173 nafngreindum mönnum sem Interpol telur vera sjálfsmorðssprengjumenn sem ætli sér að fremja hryðjuverk í löndum Evrópu. Listinn yfir nöfn vígamannana er byggður á upplýsingum sem aflað var í lokasókninni gegn ISIS á dögunum. Talið er að vígamennirnir hafi hlotið sérstaka þjálfum í sprengjugerð og þjálfun til þess að nota þær á þann hátt að þær valdi sem mestu manntjóni. Líkur eru taldar á að sjálfsmorðsprengjumennirnir ætli sér að hefna fyrir ósigur ISIS í Sýrlandi og Írak.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila