Irma eyðilagði helming uppskeru sítrusávaxtabænda í Flórída

Fellibylurinn Irma sem gekk yfir Flórídaskaga fyrr í þessum mánuði eyðilagði 50% uppskeru sítrusávaxtabænda á svæðinu. Auk þess tjóns sem varð á uppskeru bændanna reif fellibylurinn upp mörg ávaxtatré með rótum með þeim afleiðingum að uppskera næstu árin verður talsvert minni en bændur eiga að venjast. Af þessu leiðir að verð á sítrusávöxtum mun óhjákvæmlega hækka á næstu mánuðum og mun að öllum líkindum haldast hátt á meðan uppskera bænda á svæðinu mun komast í samt horf.

Athugasemdir

athugasemdir