Irma skilur eftir sig slóð eyðileggingar á Flórída

Fellibylurinn Irma sem gengið hefur yfir Flórídaskaga um helgina hefur skilið eftir slóð mikillar eyðileggingar. Víðsvegar má sjá hús sem eru rústir einar, bifreiðar á hvolfi, vatnselg á götum og tré sem rifnað hafa upp með rótum í bylnum. Ljóst er að mikið uppbyggingarstarf er framundan og er búist við að það muni taka marga mánuði að koma ástandinu í viðunandi horf áður en daglegt líf íbúa svæðisins verði eins og það var fyrir náttúruhamfarirnar. Mikið hefur þó dregið úr styrk Irmu á síðustu klukkutímum og telst hún nú vera hitabeltisstormur. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér tilkynningu um að þó að styrkur fellibylsins hafi minnkað sé hann þó enn lífshættulegur og að styrkur hans gæti aukist enn á ný.

Athugasemdir

athugasemdir