Ísbirnir sagðir sækja að mannabyggð vegna öskuhauga en ekki loftslagsbreytinga

Ísbirnir sem sækja að mannabyggð gera það vegna öskuhauga en ekki loftslagsbreytinga. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun TV2 í Noregi. Þar segir að í umfjöllun fjölmiðla undanfarið hafi birtst myndir af ísbjörnum á gangi í litlum bæjarfélögum á norðurhjara veraldar og umfjöllunin um ísbirnina vegalausu tengd við umræðuna um loftslagsbreytingar, en er allt sem sýnist í þeim efnum?, Í umfjöllun TV2 kemur fram að fjölmiðlar hafi gleymt einu mikilvægu atriði þegar kemur að ísbjörnum sem sækja til mannabyggða, nefnilega sorphirðunni á ísbjarnarslóðum. Ísbirnir sækja á illa varða sorhauga þessara bæja líkt og fuglar geri oft til þess að ná sér í fæðu án mikillar fyrirhafnar. Með þessu skapist ákveðin vandamál þar sem umferð manna og þessara hættulega bjarndýra skarast ” þetta er vissulega vandamál af mannavöldum en hefur ekkert með loftslagsbreytingar að gera“.segir í umfjölluninni. Sjá nánari umfjöllun um málið með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila