ISIS hóta sænsku konungsfjölskyldunni og þinginu

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt nýtt áróðursmyndband þar sem Stokkhólmur kemur fyrir á mörgum stöðum. Sýndar eru meðal annars myndir af konungshöllinni, þinghúsinu og bústað forsætisráðherrans. Evin Ismal hryðjuverkarannsakandi við Uppsala háskóla hefur skoðað myndbandið og segir að myndirnar gætu hugsanlega birtar í kjölfar hryðjuverkaárásinnar á Drottningargötunni í Stokkhólmi en segir þó hugsanlegt að myndbandinu gæti líka hugsanlega verið ætlað að vera óbeina hótun gegn konungsfjölskyldunni og sænska þinginu“. Myndbandið er um 30 mínútna langt og er þar birtur mikill áróður af hálfu samtakanna, meðal þess sem sjá má þar eru viðtöl við börn þar sem þau lýsa því hversu „dásamlegt“ það sé að eiga heima í kalífatinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila