ISIS liðar myrtu 30 manns í árás á hersjúkrahús

Hryðjuverkasamtökin ISIS réðust inn á stærsta hersjúkrahúsið í Afganistan í morgun og myrtu 30 manns í árásinni. Umsátursástand skapaðist þegar sérsveitarmenn reyndu að yfirbuga hryðjuverkamennina en mennirnir voru felldir af sérsveitarmönnunum eftir sex klukkustunda umsátur. Að sögn sjónarvotta dulbjuggu hryðjuverkamennirnir sig sem lækna og komust þannig inn á sjúkrahúsið án þess að nokkurn grunaði að um ISIS menn væri að ræða. Einn mannanna sprengdi sig í loft upp í anddyri sjúkrahússins rétt áður en hinir fjórir hófu skothríð á alls sem hreyfðist. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir slösuðust í árásinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila