Ísland enn mikilvægt í hernaðarlegu tilliti

Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Ísland er enn á korti hernaðarveldanna sem mikilvægt svæði og eltingaleikur við kafbáta við Ísland er hættuspil. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Stefáns Pálssonar sagnfræðings og hernaðarandstæðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Stefán segir að helsta hættan við nærveru kafbáta sé sú að ef kafbátur færist í hafi við Ísland gæti það skaðað lífríki hafsins við landið “ það er helsta hættan, það væri mjög ólíklegt að staðir eins og til dæmis Höfn í Hornafirði væri eitthvað skotmark eða aðrir slíkir staðir, landið er fyrst og fremst mikilvægt hvað kafbátamálin varðar og að stóru veldin vildu tryggja að óvinir kæmu sér ekki fyrir hér„,segir Stefán.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila