Ísland fyrsta skrefið inn á Norðurlandamarkaðinn

Andrés Magnússon formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Telja má að talsverðar líkur séu á að Costco ætli sér að komast inn á Norðurlandamarkaðinn, og ætli sér einnig hlutdeild á lyfjamarkaðnum á Norðurlöndum, enda hafi þeir hafa þegar gengist í gegnum strangt ferli til þess að geta hafið lyfsölu á Íslandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Andrésar Magnússonar framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Andrés bendir á að það sé allt annað en hlaupið að því að geta byrjað að selja lyf og því sé líklegt að Costco ætli sér stærri hluti í þeim efnum „ það er mjög stíft aðhald á öllum sviðum, ýmsar leyfisveitingar, strangt skráningarkerfi vegna þess einfaldlega að það er lagt mikið upp úr því í evrópulöggjöfinni að tryggja að sjúklingar fái þau lyf sem þeim er ávísað, enda er mikið um fölsuð lyf, þess vegna er þetta mjög strangt og flókið ferli, þeir eru búnir að ganga í gegnum þetta ferli svo það má alveg fullyrða það„,segir Andrés.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila