Ísland spilar á móti Argentínu, Króatíu og Nígeríu í D riðli

Ísland verður í D-riðli á HM í Knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi sumarið 2018. Þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Moskvu nú fyrir stundu. Fyrsti leikur Íslands fer fram þann 16.júní og fer hann fram í Moskvu, en eins og fyrr segir mun lið Íslands mæta Argentínu í sínum fyrsta leik  en eins og flestium er kunnugt er lið Argentínu geysiöflugt lið. Þá mun íslenska liðið mæta Króatíu og Nígeríu og geta fótboltaunnendur  búist við mikilli veislu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila