Íslendingar þurfa að gefa plastmengun í hafi meiri gaum

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Íslendingar ættu að einbeita sér mun meira að plastmengun í hafi en þeir gera í dag, og vekja athygli á vandanum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í morgunútvarpinu í dag en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Einar bendir á að þegar kemur að plastmengun í hafi eigi íslendingar mikilla hagsmuna að gæta enda ógni mengunin fiskistofnunum, og að spár geri ráð fyrir vaxandi plastmengun ” spár gera ráð fyrir að árið 2050 verði plastmagnið það mikið að það vegi jafn mikið og allir fiskistofnar hafsins“,segir Einar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila