Íslenska liðið fær stuðning úr óvæntri átt

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fær dyggilegan stuðning frá rússum á leik Íslands og Króatíu sem fram fer síðdegis á HM í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.
Haukur segir að stuðningurinn verði vel áþreifanlegur á leiknum “við eigum von á að það verði um 6000 íslenskir stuðningsmenn, 7000 króatískir stuðningsmenn en svo munu mæta þarna 30.000 bláklæddir rússar sem ætla að styðja íslenska liðið og láta vel í sér heyra”, segir Haukur.

 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila