Íslenska skyrið vann heiðursverðlaun á International FOOD contest

Íslenska skyrið frá MS vann á dögunum heiðursverðlaun á International FOOD contest hátíðinni sem haldin var í Herning í Danmörku en skyrið vakti mikla lukku meðal dómarateymis keppninnar. Skyrið sem nefnt hefur verið Ísey vann heiðursverðalunin í flokki neysluvara og skákaði þar með stórfyrirtækjum á sviði mjólkurvöruframleiðslu á borð við Arla, sem er um 100 sinnum stærri framleiðandi en MS. Alls voru 1200 tegundir af mjólkurvörum sem skráðar voru til keppni og þurftu þær sem komu til álita að standast afar strangt gæðamat dómara þar sem meðal annars var horft til útlits, áferðar og bragðs.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila