Íslenskan ekki í teljandi hættu ef farið er varlega

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur.

Íslenskan er ekki í teljandi hættu þó svo enskan sé nú notuð í mun meira mæli af yngra fólki í dag en áður hefur þekkst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eiríks Rögnvaldssonar íslenskufræðings í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Eríkur segirþó mikilvægt að vera vakandi, og efla mætti útgáfu á íslensku efni, til dæmis á youtube “ ef maður leitar leiðbeininga af einhverju tagi eða samskonar fróðleiks þá er ógrynnin öll til á ensku, sem dæmi ef við leitum upplýsinga um símana okkar á youtube og síminn er stilltur á íslensku þá gagnast leiðbeiningarnar lítið þar sem þær eru yfirleitt á ensku„,segir Eiríkur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila