Íslenskur almenningur vel meðvitaður mikilvægi virkrar samkeppni

Almenningur hér á landi virðist vel að sér um mikilvægi virkrar samkeppni á markaði og telur samkeppni hafa jákvæð áhrif á neytendur. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var að beiðni samkeppniseftirlitisins um viðhorf almennings til samkeppnisstefnu stjórnvalda og samkeppni í tilteknum atvinnugeirum. Í könnuninni kom meðal annars í ljós að 97% svarenda telji virka samkeppni hafa jákvæð áhrif á sig sem neytendur. Þetta er hærra hlutfall en í nokkru ESB-landanna og afgerandi hærra en að meðaltali í ESB ríkjunum, en þar svöruðu 83% því til að virk samkeppni hefði jákvæð áhrif á sig sem neytendur. Þá kom fram að Íslendingar verði mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu (42%), fjármálaþjónustu (33%) og á matvörumarkaði (24%). Í könnun ESB nefna hins vegar flestir síma- og netþjónustu (27%), orkumarkað og lyfjamarkað. Um 8 af hverjum 10 hafa heyrt um ákvörðun sem tekin hefur verið af samkeppnisyfirvöldum og nær allir nefna Samkeppniseftirlitið í því samhengi. Í könnun ESB höfðu 5 af hverjum 10 heyrt um ákvörðun samkeppnisyfirvalda.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila