Islömsk menning á erfiðara með að aðlagast annari menningu

Páll Vilhjálmsson kennari, blaðamaður og bloggari.

Þeir sem koma frá íslömskum ríkjum eiga erfiðara með að aðlagast í þeim ríkjum þar sem önnur menning ríkir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara, blaðamanns og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll bendir á að pólverjar eigi fremur auðvelt með að aðlagast miðað við þá sem koma frá íslömskum ríkjum “ ef við tökum sem dæmi pólverja sem flust hafa milljónum saman til Þýskalands í gegnum árin, og þeir hafa í ljósi sögunnar harma að hefna gagnvart þjóðverjum, þá sjáum við að þeir eru alveg til friðs og það gerist ekkert af þeirra hálfu, en svo ef við skoðum þá sem koma frá íslömskum ríkjum þá fylgir því hryðjuverk og alls konar vesen, af einhverjum orsökum þá nær bara þessi menningarheimur ekki að aðlagast“,segir Páll. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila