Íslömsku vígamennirnir á Sri Lanka taldir tengjast ISIS – kristnir ofsóttir um allan heim

Tala látinna er kominn upp í um 300 hundruð og særðra í um 600. 39 erlendir ríkisborgara misstu lífið og 9 er saknað, 8 Bretar, 8 Indverjar, 3 Kínverjar, 3 Danir, 2 Tyrkir, 2 Ameríkanar, 2 Brezkir/Ameríkanar, 1 Portúgali, 1 Hollendingur, 1 Belgi og 1 Japani. Umfang hryðjuverksins bendir til vel undirbúinnar árásar sem beindist gegn friðsömu kristnu fólki við guðsþjónustu á Páskadag og fólki sem var í páskafríi. Um 70% eru Búddatrúar á Sri Lanka, 13% Hindu, 10% múslímir og 7% kristnir, Ríkisstjórn Sri Lanka sagði í dag að íslamskir vígamenn væru að baki ódæðinu og beinast augun að öfgaíslömsku samtökunum National Tawheed Jamaath NTJ á Sri Lanka. Einn sjálfsmorðssprengjumannanna Zahran Hashim var framámaður hópsins með tengsl við ISIS að sögn Daily Mail. Engin hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Yfir 35 hafa verið handteknir. Skv. Reuters mun forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, biðja um erlenda aðstoð til að rekja tengsl hryðjuverkamanna til útlanda. Ríkisstjórnin segir í tilkynningu „að rannsóknarskýrslurnar bendi til að erlend hryðjuverkasamtök hafi stutt við bakið á hryðjuverkamönnum á staðnum.“ Bandaríkjamenn hafa varað við fleiri árásum og Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í forsætisráðherra Sri Lanka í dag og bauð aðstoð við að koma hryðjuverkamönnunum í hendur réttvísinnar.

Kristið fólk ofsóttast í heiminum – reiði út í Obama og Clinton sem tala um „páskadýrkendur“ í staðinn fyrir kristna

Hryðjuverkaárásin á Sri Lanka hefur slegið óhug út um allan heim. Þetta er stærsta hryðjuverkaárásin síðan 9/11 árið 2001. Stjórnmálaleiðtogar um allan heim hafa sent samúðarkveðjur til Sri Lanka m.a. forseti Íslands Guðni Jóhannesson. Sumir leiðtogar virðast eiga erfitt með að taka sér orðið kristinn í munn sbr. tíst frá Barack Obama og Hillary Clinton (sjá að neðan) en þau nota bæði orðið „páskadýrkandi“ í staðinn. Þegar árásin var gerð á múslíma á Nýja Sjálandi var hins vegar engin fyrirstaða að votta samúð með múslímska félagsskapnum“ (Obama) og „Hjarta mitt brennur fyrir Nýja Sjáland og alþjóða múslímska samfélagið“ (Clinton). Margir spyrja sig á samfélagsmiðlum hvers vegna ekki megi segja frá því þegar fórnarlömbin eru kristin: „Ég veit ekki hvað „páskadýrkandi“ er. Ég þekki þá sem kristna. Þetta virðist ekkert vera nálægt sömu tilfinningum eða hvatningu um samstöðu eins og var eftir hina hryllilegu árás í Nýja Sjálandi. Ráðist er á kristið fólk út um allan heim. Við verðum að fara að vakna“ tístir Charlie Kirk. Skv. Peter Paulsson talsmanni Open Doors eru um 245 milljónir kristinna manna og kvenna ofsótt í þeim 50 löndum þar sem verst er að vera kristinn.

Sjá nánar hér, hér og hér

https://twitter.com/charliekirk11/status/1120308312778727425

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila