Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin gengur í lið með Gulu Vestunum

Di Maio setti þessa mynd af sér og fulltrúm Gulu Vestanna á Internet með orðunum „mynd af fallegum fyrsta fundi af mörgum.“

Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, Luigi Di Maio og Alessandro Di Battista þingmaður Fimm Stjörnu Hreyfingarinnar áttu fund með fulltrúum Gulu Vestanna í Frakklandi, m.a. leiðtoga Gulu Vestanna Christophe Chalencon, sem mun bjóða sig fram til kosninga ESB-þingsins í maí. Bauð Di Maio fram aðstoð í baráttu Gulu Vestanna og sagði í yfirlýsingu að „við eigum margt sameiginlegt og deilum svipuðum skoðunum eins og um varnir meðborgaranna, beint lýðræði og í umhverfismálum.“

Di Maio hefur hvað eftir annað gagnrýnt Emmanuel Macron Frakklandsforseta vegna stefnu í innflytjendamálum og skrifar á heimasíðu Fimm Stjörnu hreyfingarinnar að „stjórnmálin séu heyrnarlaus gagnvart þörfum íbúanna og halda þeim afsíðis frá flestum mikilvægum ákvörðunum sem snerta fólk.“ Benti hann á að Fimm Stjörnu hreyfingin hefði komist á þing fjórum árum eftir að hreyfingin var stofnun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila