Jafnaðarkaup viðgengst enn á íslenskum vinnumarkaði

Fólk sem er á jafnaðarkaupi fyrirfinnst enn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að ekki sé heimilt að greiða kaup með þeim hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Elínar Pálsdóttur formanni Verkalýðsfélags Suðurlands í þættinum Annað Ísland í dag en hún var meðal viðmælenda Gunnars Smára Egilssonar og Sigurjóns M. Egilssonar. Í þættinum héldu þeir bræður áfram umfjöllun sinni um verkalýðsmálin og ræddu við verkalýðsleiðtoga víða um land sem undirbúa sig þessa dagana fyrir komandi kjarabaráttuvetur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila