Jákvæð teikn á lofti í baráttunni við Parkinson

Helgi Júlíus Óskarsson hjartalæknir.

Skilningur á orsökum Parkinson sjúkdómsins og afleiðinga hans hafa aukist mjög á síðustu misserum og nú eru jákvæð teikn á lofti í þróun lyfja sem eiga að bæta líf sjúklinga sem af honum þjást. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Júlíusar Óskarssonar læknis í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Helgi segist vongóður um að lyf við einkennum sjúkdómsins og jafnvel bólusetning gegn honum muni líta dagsins ljós fyrr en varir “ þar erum við að tala um að eftir 5-10 verði þetta komið á almennan markað, en svo er það sem er mjög athyglisvert er að það lítur út fyrir að matarræði sé að hafa heilmikil áhrif á framgang sjúkdómsins, það hefur komið í ljós að svelti á tilraunadýrum lengi ævi þeirra um 30-50%“,segir Helgi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila