Játaði að hafa stungið mann í Kjarnaskógi

Árásin átti sér stað í Kjarnaskógi á föstudaginn langa.

Ungur karlmaður hefur játað að hafa stungið annan mann með hnífi í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Maðurinn stakk fórnarlamb sitt tvívegis í lærið og var fórnarlambið flutt á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þess. Fimm einstaklingar voru handteknir í kjölfarið vegna málsins, en tveir karlmenn og ein kona voru í framhaldinu úrskurðuð í gæsluvarðhald. Öllum sem í gæsluvarðhaldinu voru hefur verið sleppt og telst málið vera upplýst. Málið má rekja til deilna sem upp komu milli einstaklinganna sem allir þekkjast. Málið verður sent saksóknara til frekari meðferðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila