Jeremy Corbyn heiðraði hryðjuverkamann

Jeremy Corbyn með hinn umdeilda blómsveig.

Jeremy Corbin formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir harðri gagnrýni þessa dagana vegna ljósmyndar frá árinu 2015 þar sem hann sést leggja blómsveig að minnisvarða í Túnis í þeim tilgangi að heiðra hryðjuverkmann sem myrti 11 ísraelska íþróttamenn á ólympíuleikunum í München í Þýskalandi 1972. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur telur málið afar vandræðalegt fyrir Corbyn “ ég held að hann eigi ekki mikla framtíð í stjórnmálum í Bretlandi eftir þetta“,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila