Jóhanna og Steingrímur beittu samflokksmenn hótunum og blekkingum

atligisladokkAtli Ingibjargar Gíslason fyrrverandi Alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafa beitt samflokksmenn hótunum og blekkingum til þess að fá þá til þess að fallast á að samþykkja að leggja fram umsóknaraðild Íslands að Evrópusambandinu. Atli sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir Steingrím hafa sagt samflokksmönnum sínum að ef þeir samþykktu að leggja umsókn að ESB fram myndi málinu verða hent út af borðinu eftir 18 mánuði “ hann sagði að málið yrði frá eftir 18 mánuði þar sem sjávarútvegskaflinn yrði aldrei samþykktur af okkur„. Þá segir hann Jóhönnu hafa ítrekað beitt menn hótunum “ ætlar þú að bera ábyrgð á því að fyrsta vinstri stjórnin á Íslandi fellur?, og þessar hótanir hafði Jóhanna stöðugt uppi við einstaklinga og aðra, það var erfitt að sitja undir þessu„,segir Atli. Í ný útkominni bók sinni Villikettirnir og vegferð VG, frá væningum til vonbrigða, sem Jón Torfason skrifaði rifjar Atli upp valdatíma vinstri stjórnarinnar, en í síðdegisútvarpinu fór Atli yfir efnistök bókarinnar. Þátturinn verður endurfluttur kl.22:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila