Jólasveininum úthýst í barnaskólum í Frakklandi

santaJólasveininum hefur verið bannað að heimsækja tvo barnaskóla í Frakklandi vegna þess að hann er sagður bera með sér  trúarlega skírskotun. Mikil reiði hefur brotist út meðal foreldra í Huningue bænum í Austur Frakklandi við landamæri Þýzkalands eftir að tvær skólastýrur komu í veg fyrir  fyrirhugaða  heimsókn Saint Nicholas sem er forveri jólasveinsins og vísuðu til þess að hann væri trúarfígúra. Skólastjórarnir notfærðu sér neitunarvald til að koma í veg fyrir heimsókn jólasveinsins í ár og sögðust gera það til verndar fjölmenningu landsins.  Bæjarstjóri Huningue, Jean Marc Deichtmann, hefur fordæmt  ákvörðun skólastjóranna sem í fyrra leyfðu jólasveininum að koma með gjafir til barnanna í fyrra en neituðu honum að koma í ár. Segir bæjarstjórinn í bréfi til skólastjóranna um málið, að hann hafi tekið á móti mörgum kvörtunum frá reiðum foreldrum vegna málsins: „Foreldrar vilja fá að vita hvers vegna þið veljið að fella niður þennan mikilvæga atburð. Að segjast gera það til að verja fjölmenningu dugir ekki„, segir í bréfi bæjarstjórans til skólastjórnendanna. Skólastýrnar hafa ekki svarað bréfinu  og því ekki vitað hvernig jólasveinninn mun fara að þegar hann verður á ferðinni á þessum slóðum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila