Jón Þór Ólafsson og VR stefna vegna ákvörðunar kjararáðs

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ásamt Verslunarmannafélagi Reykjavíkur hafa stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs frá 26.október 2016 um að hækka laun þingmanna og ráðherra. Benda kærendur á í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun vegna málsins að sú regla sé bundin í lög um kjararáð að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafi fengið þær fyrst, en þá reglu segja stefnendur að hafi verið brotin og því hafi þeir ákveðið að höfða mál til þess að fá ákvörðun ráðsins ógilda. Þá hefur Jón Þór jafnframt óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur um málefni kjararáðs og sátt á vinnumarkaði. Þess  má geta að Jón Þór Ólafsson verður gestur í síðdegisútvarpinu í dag kl.16:00 þar sem fjallað verður um málið. Lesa má stefnuna með því að smella á hlekkinn fyrir neðan fréttina.

 

Stefnan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila