Jörð skalf á Siglufirði í morgun

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 stig reið yfir Siglufjörð rétt um hálfátta leytið í morgun. Íbúar á Siglufirði og nærsveitum fundu vel fyrir skjálftanum og færðust hlutir til í hillum. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hafa engir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið en upptök skjálftans voru um 11 kílómetra norðvestur af Siglufirði. Svæðið þar sem skjálftinn átti upptök sín er þekkt jarðskjálftasvæði og því telja jarðvísindamenn að ekki sé um óvenjulega atburði að ræða.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila