Jörð skelfur í Bárðarbungu

Skjálftahrina hófst í Bárðarbungu rétt fyrir hádegi í dag. Enn er verið að vinna úr niðurstöðum um stærð skjáfltanna en að minnsta kosti einn þeirra var um 4.0 að stærð. Að sögn jarðvísindamanna er ekkert sem bendi þó til gosóróa á svæðinu að svo komnu máli en hrinan stendur enn yfir og erfitt að segja til um framhaldið. Jarðvísindamenn vakta svæðið en telja að hrinan sé einungis lítil hrina sem komi til með að fjara út.

Athugasemdir

athugasemdir