Julian Assange handtekinn í Lundúnum

Julian Assange stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks var handtekinn í Lundúnum nú fyrir stundu. Eins og kunnugt er hefur legið í loftinu að handtaka ætti Julian eða koma honum úr sendiráðinu með ótilgreindum hætti. Samkvæmt upplýsingum var Assange sviptur diplómatískri vernd fyrr í morgun og í framhaldinu hafi breska lögreglan komið inn í sendiráðið og handtekið Assange. Handtakan er sögð byggð á meintu lögbroti Assange sem hann á að hafa framið með því sinna ekki dómskvaðningu og að hafa sótt um hæli í framhaldinu til þess að komast undan réttvísinni. Julian hefur ítrekað greint frá því að hann óttaðist að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem honum hafði grunað að gefin hefði verið út leynileg ákæra á hendur honum, en grunur hans fékkst staðfestur síðar. Sjá má myndband frá handtökunni með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila