Kaflaskil í Brexit-viðræðum efst á baugi á fundi EES ráðsins

Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Guðlaugur Þór Þórðarson, Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB vegna Brexit, og Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis.

Þáttaskil í viðræðum Bretlands og Evrópsambandsins voru í brennidepli á fundi EES-ráðsins sem fram fór í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og íslenskt atvinnulíf. Í því samhengi taldi ráðherra mikilvægt að beina athygli að efnahagslegri þýðingu samningsins á 25 ára afmæli hans á næsta ári.

EES-ráðið kom saman til reglulegs fundar í Brussel í vikunni en það er skipað utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna innan EES og fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðs ESB. Yfirvofandi útganga Bretlands úr ESB og nýgert samkomulag þeirra á milli var efst á baugi á fundinum og gerði aðalsamningamaður ESB, Michel Barnier, grein fyrir stöðu málsins.

Samningarnir sem náðust í síðustu viku marka tímamót í Brexit-viðræðunum. Á fundinum í dag vorum við EFTA-ráðherrarnir í EES sammála um að það væri fagnaðarefni að samist hefði um útgönguskilmála. Við fylgjumst áfram grannt með framvindu mála enda bíður samkomulagið staðfestingar,“ sagðir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að fundi loknum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila