Kallað eftir blóðgjöfum vegna rútuslyssins

Blóðbankinn hefur kallað inn blóðgjafa vegna rútuslussins sem varð á Suðurlandsvegi í morgun. Nægar birgðir eru þó til staðar í Blóðbankanum til þess að mæta þeirri þörf sem er til komin vegna slyssins og eru einungis um varúðarráðstafanir að ræða, enda þurfi að gæta þess að birgðastaða sé alltaf næg. Fram kemur í tilkynningu frá Blóðbankanum að mest sé þörfin fyrir blógjafa úr blóðflokki O, en ákveðið hefur verið að hafa opir fjórum klukkustundum lengur í dag til þess að taka á móti blóðgjöfum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila