Kallar eftir þjóðarátaki í húsnæðismálum

Þjóðarátak með aðkomu ríkis, sveitarfélaga,lífeyrissjóða og almennings þarf til þess að koma húsnæðismálum hér á landi í viðunandi horf. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ragnar segir að setja mætti slíkt þjóðarátak upp á sama hátt og gert var í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum og koma upp húsnæði á hagkvæman hátt “ þessi hús sem reist voru á þeim árum voru afskaplega góð hús sem standa enn og eru mjög eftirsótt í dag, það er nóg til af peningum til þess að gera þetta en það eina sem vantar er viljinn hjá yfirvöldum„,segir Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila