Kanna heilsu og líðan Íslendinga í fjórða sinn

Embætti landlæknis stendur nú fyrir viðamikilli rannsókn á heilsu og líðan landsmanna. Þetta er í fjórða sinn sem þessi rannsókn er gerð. Leitað verður til tíu þúsund Íslendinga á næstu dögum og þeir beðnir um að svara spurningalista um heilsu og líðan sína. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að leggja mat á heilsu, líðan og lífsgæði Íslendinga, auk þess að mæla með reglubundnum hætti helstu áhrifaþætti heilbrigðis. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 2007 og endurtekin árin 2009 og 2012. Á vef Landlæknisembættisins segir að niðurstöður fyrri rannsókna hafi reynst dýrmætur efniviður sem nýttur hefur verið af embættinu, stjórnvöldum, háskólasamfélaginu og öðrum sem koma að mikilvægum ákvörðunum, aðgerðum og rannsóknum er varða heilsu og velferð landsmanna

Athugasemdir

athugasemdir

Deila