Kannað hvort eldislaxa sé að finna í ám á Vestfjörðum

Starfsmenn Fiskistofu hafa undanfarna daga farið um Vestfirði til þess að kanna hvort eldislax sé að finna í ám á Vestfjörðum. Óskað var eftir því við Fiskistofu af hálfu Landsambandi veiðifélaga að slík úttekt yrði gerð á svæðinu og var beiðnin samþykkt. Úttektin fer fram í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun en Fiskistofa telur að þær upplýsingar sem fáist með slíkri úttekt geti í framtíðinni nýst til þess að renna stoðum undir áhættumat vegna laxeldis á Vestfjörðum. Borið hefur á áhyggjum hagsmunaaðila að undanförnu vegna mögulegrar hættu á erfðablöndun viltra laxa og eldislaxa vegna þess eldis sem fram fer á Vestfjörðum og hafa laxeldisfyrirtæki á svæðinu átt í talsverðum deilum við veiðiréttarhafa vegna málsins að undanförnu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila