Karl og kona í haldi lögreglu vegna vopnaburðar

Karlmaður og kona eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á vopnaburði í Stangarhyl í Ártúnsholti í morgun. Tildrög málsins eru þau að lögreglu barst tilkynning um ógnandi mann með skotvopn og fylgdi tilkynningunni að kona væri með honum í för. Því var nokkuð fjölmennt lið sérsveitar lögreglu sent á staðinn og var fólkið handtekið síðar í Skipholti, en þangað fóru þau á bifreið sem þau voru á. Vitni fullyrða að skoti hafi verið hleypt af en að vopnum hafi þó ekki verið beint gagnvart fólki. Fólkið eins og fyrr segir handtekið og bíður yfirheyrslu, en bæði vopn og bifreið voru haldlögð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila