Karlmaður fannst látinn í íshelli

Björgunarsveitarmenn fundu karlmann á sjötugsaldi látinn í íshelli í Blágnípujökli, sem er hluti af Hofsjökli á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samferðafólk mannsins kallaði til björgunarsveitir eftir að maðurinn sem farið hafði inn í hellinn skilaði sér ekki aftur til baka. Varað hafði verið við ferðum í hellinn vegna eitraðra loft og gastegunda, og unnu björgunarsveitarmenn við afar erfiðar og hættulegar aðstæður inni í hellinum. Samferðafólk mannsins var flutt í skála í Kerlingafjöllum þar sem það fékk aðhlynningu. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila