Karlmaður fannst myrtur í Sundsvall

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við lát manns sem fannst látinn á götu í bænum Sundsvall í Svíþjóð í nótt. Lík mannsins bar mikla áverka sem bentu til þess að honum hafi verið ráðinn bani og því hófst leit að manni sem lögreglan grunaði um að bera ábyrgð á verknaðinum. Eins og fyrr segir var maðurinn sem lögreglan leitaði að handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Búið er að bera kennsl á hinn látna en ekki hefur tekist að hafa samband við fjölskyldu hans. Lögreglan rannsakar málið.

Athugasemdir

athugasemdir