Karlmaður þungt haldinn eftir vélhjólaslys

Karlmaður liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir vélhjólaslys sem varð á Nesvegi á Suðurnesjum í gær. Maðurinn missti stjórn á vélhjóli sem hann ók með þeim afleiðingum að hann féll af hjóli sínu og í götuna og slasaðist. Hann var fluttur á bráðamóttöku í kjölfar slyssins. Annar maður sem var í för með hinum slasaða missti einnig stjórnina á sínu vélhjóli við slysið en hann slapp með skrámur. Maðurinn sem slasaðist alvarlega er þó ekki talinn í lífshættu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila