Karlmaðurinn sem er grunaður í vændismáli er fyrrum barnaverndarstarfsmaður

Karlmaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikla vændisstarfsemi starfaði áður hjá Barnavernd Reykjavíkur. Maðurinn sem er á fimmtugsaldri starfaði við eftirlit hjá Barnavernd Reykjavíkur en hætti þar störfum í lok apríl á þessu ári. Eins og kunnugt er situr maðurinn ásamt erlendri unnustu sinni í gæsluvarðhaldi eftir að húsleit leiddi í ljós sterkan grun um að fólkið hafi starfrækt mjög umfangsmikla vændisstarfsemi og hafi einnig mögulega verið með konur á sínum snærum sem sætt hafi mansali. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila