Katrín á fund forseta á morgun

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna til fundar á Bessastöðum á morgun þriðjudag kl.10:30. Leiða má líkum að því að þar muni Katrín greina forseta frá niðurstöðum þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem farið hafa fram undanfarnar vikur en eins og kunnugt er hafa formenn þeirra flokka sem vinna að stjórnarmyndun í dag kynnt þingflokkum sínum og formönnum annara flokka stöðu mála. Málefnasamningur verður innan skamms einnig kynntur aðildarfélögum flokkanna og í framhaldinu mun ráðast hvort ríkisstjórn undir forustu Katrínar verði að veruleika.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila