Katrín á meðal 100 áhrifamestu einstaklinga í jafnréttismálum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er önnur tveggja íslenskra kvenna á lista Apolitical yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í jafnréttismálum fyrir árið 2018. Hin er Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, en hún hefur verið í fararbroddi fyrir Women Political Leaders.

Apolitical, sem er alþjóðlegur stefnumótunarvettvangur, kynnti listann nú fyrir stundu. Á listanum eru þeir einstaklingar sem þykja hafa skarað fram úr þegar kemur að jafnréttismálum hvort sem er með rannsóknum, stefnumótun, baráttu fyrir málefnum sem tengjast jafnrétti eða öðru.
Melinda Gates, annar stofnanda Bill & Melinda Gates foundation, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu eru einnig á listanum Smelltu hér til þess að skoða listann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila